14. Útkall 28. september 2011 – Leit á svæði 3

Björgunarsveitir á svæði 3 ásamt björgunarhundum voru kallaðar út í gær til leitar að erlendum ferðamanni sem hafði orðið viðskila við félaga sína í Reykjadal. Maðurinn fannst nokkru síðar mjög þrekaður og kaldur. Þá hafði maðurinn verið á gangi í dalnum og sá ljós frá björgunarsveitabíl sem staddur var efst í Reykjadal og gekk að björgunarsveitamönnum sem komu honum í sjúkrabíl sem kom honum svo undir læknishendur.

Alls tóku um 60 björgunarsveitamenn þátt í leitinni og 6 hundateymi frá Björgunarhundasveitinni svöruðu útkalli ásamt 3 hundum frá Leitarhundum.

Teymi frá BHSÍ voru:
Jóhanna og Morris
Kristinn og Tása
Helgi og Gæskan
Valur og Funi
Anna og Kópur
Ólína og Skutull