16. útkall á svæði 16

Björgunarhundasveit Íslands var kölluð út nú í kvöld til leitar að tveimur piltum sem struku frá meðferðarheimilinu að Geldingalæk. Leitin var afturkölluð þegar sveitir voru komnar áleiðis að Hellu en þá fundust piltarnir heilir á húfi. Þau teymi sem mættu í útkallið voru :

Krissi og Tása
Björk og Krummi
Jóhanna og Morris
Helgi og Gæska
Ólína og Skutull
Halldór og Skuggi
Snorri og Kolur
Nick og Skessa
Hafdís og Breki
Ingimundur var hópsstjóri.