17 teymi tóku próf á nýafstöðnu vetrarnámskeiði BHSÍ

Vetrarnámskeiði Björgunarhundasveitar Íslands lauk í gær.

20 hundateymi frá Reykjavíkursvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Vestfjörðum sóttu þetta árlega námskeið BHSÍ. Markmiðið er að þjálfa björgunarhunda í snjóflóðaleit en einnig taka þátttakendur A, B og C próf með hundunum sínum samkvæmt úttektarreglum BHSÍ. Þeir hundar sem náð hafa A og B prófi eru teknir inn á útkallslista.

17 próf voru tekin og stóðust öll hundateymi prófin. Við bjóðum þrjá nýja hunda velkomna inn á útkallslistann í vetrarleit.

A endurmat tóku:
Auður og Skíma
Kristinn og Tása
Nick og Skessa
Valur og Funi

A próf tóku:
Andri og Lína
Elín og Hnota
Kári og Perla

B próf tóku:
Ásgeir og Tinni
Björk og Kjarkur
Snorri og Kolur
Valur og Orka

C próf tóku:
Guðný og Perla
Hildur og Ynja
Ingi Þór og Mjölnir
Ingimundur og Hespa
Þóra og Syrpa
Þröstur og Lappi

Námskeiðið var haldið í nágrenni Kröflustöðvar. Kann BHSÍ Landsvirkjun bestu þakkir fyrir afnot af gistiaðstöðu.