18. útkall á svæði 1

Björgunarsveitir ásamt hundateymum voru kallaðar út í nótt í vonskuveðrinu sem gekk yfir, en hjálparbeiðni hafði borist frá manni sem hafði verið á göngu og villtist af leið. Hann fannst heill á húfi og var ekið til síns heima.

Þeir sem svöruðu útkalli voru: Maurice og Stjarna, Krissi og Tása, Eyþór og Bylur og Helgi og Gæska. Hafdís og Breki voru í viðbragðsstöðu.