Fjórða sumarnámskeið BHSÍ

Fjórða sumarnámskeið Björgunarhundasveitarinnar var haldið í Bláfjöllum dagana 14. – 16. september. Veður var með besta móti en fá teymi mættu til leiks að þessu sinni. Nokkur próf voru tekin og fóru leikar þannig að Helgi og Gæskan tóku A- endurmat, Nick og Skessa tóku A-endurmat og Drífa og Casey tóku B-próf. Óskum við þessum teymum til hamingju og bjóðum Drífu og Casey velkomna á útkallslista.

En sá sorglegi atburður gerðist á námskeiðinu að Gæska hans Helga fékk hjartaáfall og féll frá. Við vottum Helga og fjölskyldu hans samúð okkar. Gæska var virkilega frábær hundur sem bræddi hvern þann sem hún hitti. Gæska var ekki bara frábær félagi heldur fanta góður vinnuhundur sem mikill missir er af. Eins og segir í máltækinu, „margur er knár þótt hann sé smár“.

Kveðja

-Félagar í BHSÍ