7. útkall á svæði 1

Björgunarhundasveit Íslands ásamt öðrum björgunarsveitum voru kallaðar út á tíunda tímanum í gærkvöld til að leita 28 unglinga sem voru í villum.

Höfðu þeir gengið frá neyðarskýli við Selvogsgötu og hugðust labba gegnum Grindarskörð að Ármannsskála í Bláfjöllum. Eitthvað villtust þau af leið en þó ekki mikið því þau fundust ekki langt frá fyrirhugaðri leið um Grindaskörð, við Kristjánsdalahorn. Ekkert amaði að þeim og voru þau flest hress og kát og vildu halda ferð sinni áfram. Björgunarsveitir fluttu hópinn í Ármannsskála en um 80 björgunarsveitamenn tóku þátt í leitinni.