Æfing Hvítárbökkum

Annan í páskum var sett upp leitaræfing á Hvítárbakka í Borgarfirði.

Þarna var um að ræða æfingu sem er orðin að árlegum viðburði hjá BHSÍ í kring um páskahelgina og var það eins og áður hann Jói á Hæl í Flókadal sem sá um skipulagningu ásamt Ingimundi leiðbeinanda í BHSÍ.

Alls voru 7 teymi sem tóku þátt í æfingunni og voru 5 „fígúrantar“ settir út í svæðin. Æfingin gekk mjög vel fyrir sig, veðrið mjög gott og fundust allir „týndir“ heilir á húfi. Þá var boðið upp á heitar vöfflur a la Jói og Hugrún ásamt kaffi á eftir. Þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina, vöfflurnar og frábæran dag.