Æfingahelgi Ísafirði

Haldin var æfingahelgi hér á Ísafirði 27. febrúar – 1. mars. Nokkrir félagar okkar að sunnan komu til okkar og var því bæði fjölmennt og góðmennt yfir helgina.

Við fengum einnig aðstoð frá mörgum góðum félögum sem földu sig og aðstoðuðu við mokstur. Það voru m.a. Sigrún, Pétur, Ármann, Hildur, Laufey, Vilmundur, Leifur, Huginn, Héðinn og Óli. Einnig hafði snjótroðarinn af skíðasvæðinu farið yfir svæðið fyrir okkur og ýft það upp. Þeim er þakkað kærlega fyrir aðstoðina.

Æft var á Seljalandsdal þar sem við áttum 2 holur fyrir og auk þess var mokuð 1 ný hola. Svæðið var eins og gott B svæði með 3 holum. En þó var hægt að æfa leit á sama tíma og annað teymi var að æfa markeringu á þriðju holunni.

Nokkrir mættu á svæðið seinnipart föstudags og tóku æfingu. Allir mættu síðan á laugardagsmorgun kl 10:00 og æft var til rúmlega 17:00. Um kvöldið var farið á Ömmu Habbý í Súðavík þar sem góður kvöldverður var snæddur. Að því loknu var farið heim til Esterar og Tóta í spjall og flett í gegnum gömul myndaalbúm úr starfi BHSÍ. Þar var að finna gamla félaga sem litu ekki út fyrir að vera svo gamlir.

Á sunnudeginum var æft frá kl 10:00 til 17:00. Tvö teymi tóku C-próf og stóðust þau bæði prófin. Það voru þau Ester og Jóka, Drífa og Lúkas. Þeim er óskað innilega til hamingju með árangurinn.

Á mánudagsmorgun ætla nokkur teymi að halda áfram æfingum áður en haldið er í flug heim.

Allir eru ánægðir með vel heppnaða helgi og við Vestfirðingar þökkum kærlega fyrir heimsóknina en það er alltaf gaman að fá gesti, sérstaklega þegar þeir eru skemmtilegir ;0)

BHSÍ vill þakka Flugfélagi Íslands sérstaklega fyrir stuðninginn.

Þau sem mættu voru:
Auður og Skíma
Skúli og Patton
Ester og Jóka
Tóti og Þrymur
Jóna og Tinni
Hörður og Skvísa
Björk og Krummi
Drífa og Lúkas
Jóhanna og Morris
Ingibjörg og Píla
Snorri og Kolur