Björgunarhundar heiðraðir hjá HRFÍ

  • Skrifað: 17. desember 2010 /
  • Eftir: BHSÍ

Þann 11.desember heiðraði Schäferdeild Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) 2 björgunarhunda sem náðu A-prófi á þessu ári. Þetta voru þau Gríma og eigandi hennar Emil sem eru í BHSÍ og leitarhunda teymið Hugi og Theodór. Þau fengu vegleg verðlaun fyrir árangurinn.

Þetta er í fyrsta skipti þar sem próf frá björgunarhundasveitunum er viðurkennt  sem vinnupróf hjá Scheferdeild HRFÍ.

Nánari fréttir er hægt að lesa á heimasíðu Schäferdeildar HRFÍ http://schaferdeildin.weebly.com/

BHSÍ óskar teymunum til hamingju með viðurkenningarnar.