Formlegri leit á Skáldabúðaheiði hætt

Formlegri leit að rjúpnaskyttunni sem saknað hefur verið í tæpa viku, hefur verið frestað vegna aðstæðna á leitarsvæðinu.
Snjóföl er yfir öllu svæðinu og mjög erfitt að leita. Áfram verður fylgst með aðstæðum og farið til leitar eftir því sem þær þykja gefa tilefni til.
Í gær tóku um 200 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni og komu þeir meðal annars frá Akureyri, Höfn í Hornafirði og fleiri stöðum.
Notaðir voru hundar við leitina, sem og hestar en gangnamenn úr sveitinni sem þekkja vel til, tóku virkan þátt. Einnig voru leitarmenn á hestum, fjórhjólum og torfæruhjólum.
(Tekið af mbl.is)
Teymi frá BHSÍ voru: Ingi/Frosti, Snorri/Kolur, Maurice/Stjarna, Elín/Skotta, Halldór/Skuggi, Hermann/Monsa.