Hlýðniæfing á Ísafirði

Í kvöld, 22.september, hittumst við á bílastæðinu fyrir utan Bónus til að æfa hlýðni. Öll teymi fara í hlýðnipróf fljótlega og því nauðsynlegt að skerpa aðeins á hlýðninni.

Farið var í gegnum helstu æfingarnar sem þarf að gera í prófinu eins og að sækja/skila, ganga við hæl og liggja saman kyrr í 10 mínútur (gleymdum okkur við að spjalla og þær urðu 13 mínúturnar). Æfingin gekk vel og stefnt er að því að taka hlýðniprófið mjög fljótlega.

Þau sem mættu voru: Auður og Skíma, Hörður og Skvísa, Jóna og Tinni, Skúli og Patton og Tóti og Jóka.

Eins og oft áður gleymdist að taka mynd og því er ein gömul mynd sem sýnir útsýnið af tröppunum hjá Herði og Jónu látin fylgja með. Það skal tekið fram að það er ekki kominn snjór í byggð á Ísafirði, amk ekki þegar þetta er skrifað.