Hundur mßna­arins - ┌lfur

  • Skrifa­: 7. ßg˙stá2014 /
  • Eftir:

Hundur mánaðarins að þessu sinni er hann Úlfur sem hann Rolando á :) Þetta er það sem hann skrifar um kappann :)

 

Úlfur er 2 ára gamall Schaffer rakki frá Gunnarsholts-ræktun. Við áttum fyrir systur hans úr sama goti hana Ösku, en Úlfi hafði verið skilað tvisvar aftur til ræktanda vegna óviðráðanlegra aðstæðna eigendanna. Vinafólk okkar ætlaði svo að taka Úlf en hættu við og við höfðum hann hjá okkur í viku tíma og það var nóg til að binda það sterk bönd okkar á milli að erfitt var að skila honum aftur þannig að við fjölskyldan ákváðum að hjá okkur skildi hann vera áfram.
 
Hann sýndi strax að hann hefur mikla hæfileika og mikla getu til að verða góður leitarhundur, á aðeins þremur mánuðum náði hann mun betri árangri heldur en systir hans. Við sjáum svo sannarlega ekki eftir þeirri ákvörðun að hafa ákveðið að halda honum, hann er mjög barngóður og blíður og rólegur hér heima en varðhundaeðlið leynir sér þó ekki, hann lætur strax vita ef einhver er við dyrnar og það gera þau bæði systkynin. Hann er líka eðal herramaður og lætur systur sína stjórna og gerir það sem hún ætlast til af honum, hvort sem það er að láta henni eftir bælið eða leika þegar hún vill leika. Hann er byrjandi hjá BHSÍ en ég vonast til að hann komist í sitt fyrsta próf núna í sumar/haust og hef ég fulla trú á að það gangi vel.