Ingimundur og Frosti í sjónvarpinu

Í Kastljósþættinum síðasta miðvikudag var fjallað um björgunarmál og hunda. Viðmælendur í þættinum voru þeir Jón Gunnarsson framkvæmdarstjóri SL og Ingimundur frá BHSÍ ásamt hundinum Frosta. Farið var yfir björgunarmál almennt og svo talaði Ingimundur um þjálfun og vinnu björgunarhunda.

Frosti hafði nú voðalega lítið að segja, en sat stilltur hjá og fylgdist með en svo í lok þáttarins var hann látinn sýna smá leit í sjónvarpssal og eins og hans er von og vísa, leysti hann það verkefni vel.