Landsæfing 2009

Landsæfing björgunarsveitanna var haldin á Reykanesi laugardaginn 24. október síðastliðinn.

Þáttaka á landsvísu var góð en hátt í 500 manns komu að æfingunni á einn eða annan hátt. Veður var frábært, sól og blíða allan tímann. Alls voru 9 manns frá BHSÍ með 5 hunda. Leitarhundar voru einnig mættir á svæðið og unnum við verkefnin í sameiningu ýmist 2 teymi á einu svæði og allt að 3-4 hundar á svæðum í einu.

Æfingin gekk vel en sumir þurftu að taka vel á því og var leitað á sumum svæðum í allt að 7 klukkutíma. Skólamatur.is bauð svo björgunarsveitamönnum í dýrindis kjúkling eftir æfinguna og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Teymi frá BHSÍ voru:
Auður og Skíma
Nick og Skessa
Jóhanna og Morris
Krissi og Tása
Anna og Kópur

Sérlegir aðstoðarmenn hundamanna og skipuleggjendur hundaverkefna voru: Hafdís, Björn, Halldór og Ingimundur