Landsbankinn gefur GPS tæki

Landsbankinn á Ísafirði færði í dag Björgunarsveitinni Blakki á Patreksfirði og Björgunarsveit Ísafjarðar sitt hvort GPS staðsetningartækið af Garmin gerð.

Það voru félagar sveitanna, þær Auður Yngvadóttir og Bríet Arnardóttir sem veittu tækjunum viðtöku en þær eru einnig félagar í BHSÍ og munu hafa umsjón með tækjunum.

Á Vestfjörðum eru þrír útkallshundar og fjórir aðrir í þjálfun.