Leit á Reykjanesi

Þrjú hundateymi frá BHSÍ leituðu erlends göngumanns síðastliðið sunnudagskvöld og stóð leitin yfir fram undir miðnætti. Tvö víðavangsleitarteymi og einn sporhundur tóku þátt í leitinni.

Að þessu sinni unnu víðavangsleitarteymin saman og leituðu sitt hvoru megin við gönguleið sem talið var að maðurinn ætlaði að ganga. Mikilvægt er að æfa hundana í því að leita samhliða öðrum hundateymum enda nokkuð oft sem við vinnum saman á þennan hátt.

Maðurinn fannst svo heill á húfi við Hagavatn á Suðurstrandarvegi á tólfta tímanum í gærkvöldi, nokkuð utan þeirrar leiðar sem hann ætlaði að ganga.