Námskeið Bláfjöllum

Um síðustu helgi var fyrsta sumarnámskeið sveitarinnar á þessu ári haldið í Bláfjöllum.

Leiðbeinendur voru Þórir, Maurice og Ingimundur. Ásamt þeim tók Gunnar þátt í að dæma próf. Gist var í Ármannsskála og var borðaður dýrindis kvöldmatur þar laugardags- og sunnudagskvöld.

Veðrið lék á alls oddi eins og stundum gerist, á laugardeginum var góð rigning, á sunnudeginum rigning og varla stætt og ekki þurr þráður á fólki, á mánudeginum var hinsvegar ágætis veður.

Árangur var góður sem fyrr og allir ánægðir með sitt. BHSÍ er fjölskylduvæn sveit og var yngsti námskeiðsgesturinn að þessu sinni aðeins 5 og hálfs mánaða gamall.  En það var dóttir Röggu og Maurice hún Kamilla Ylfa. Hún lét nú ekki svona námskeið á sig fá og svaf vært á meðan hundar og menn æfðu.

Eftirtaldir tóku próf og stóðust þau :
Gunnar Gray og Krummi, A-endurmat.
Ingimundur og Frosti, A-endurmat.
Ragga og Jökull, A-endurmat.

Við þökkum Vali námskeiðsstjóra fyrir gott gúllas og gott námskeið.
Ármannsskála fyrir aðstöðuna. Og síðast en ekki síst öllum fígúröntum sem lágu úti í misjöfnu veðri. Næsta námskeið verður haldið í Breiðuvík í júní.