Námskeið Gufuskálum

Um síðustu helgi fór fram þriðja úttektarnámskeið sveitarinnar þetta sumar.

Námskeiðið var haldið á Gufuskálum við kjöraðstæður, veðrið var gott og öll aðstaða til fyrirmyndar eins og alltaf á Gufuskálum. Alls voru 25 teymi skráð til leiks og nutum við eins og alltaf góðrar aðstoðar duglegra fígúranta og var hópurinn því ansi stór.

Námskeiðið stóð í þrjá daga og voru þau sem voru að reyna við B og A gráður látin taka tvö próf og þurftu þau að standast bæði til að ná gráðum.
Dómarar voru: Elín og Maurice, Auður og Ragga. Leiðbeinendur og dómarar á æfingasvæðum voru: Ingimundur og Þórir. En eftirfarandi náðu sínu takmarki í þetta sinn :

A próf
Bríet og Skutla
Gunnar og Krummi

B próf
Anna og Kópur
Helgi og Stelpa
Hlynur og Moli
Snorri og Kolur

C próf
Kristinn og Tása
Sólveig og Salka

Næsta námskeið verður haldið á Bitru í september.
Við þökkum öllu aðstoðarfólki enn og aftur kærlega fyrir hjálpina.