Síðasta sumarnámskeiðið 2013

Dagana 20. til 22. september 2013, var haldið sumarnámskeið Gufuskálum á vegum Björgunarhundarsveitar Íslands (BHSÍ). Fimmtán (15) teymi tóku þátt í námskeiðinu auk fjölda sjálfboðaliða. Á námskeiðinu var m.a. útkallsæfing sem tókst í alla staði mjög vel.

Tveir gestir komu frá NRH í Noregi, þau John Skjørestad og Sylvelin Andersen. Því miður þá þurftu gestir frá Bretlandi að afboða sig.

Á námskeiðinu tóku tvö teymi endurmat og eitt C-próf.
Valur Marteinsson og Funi með A- endurmat.
Halldór Halldórsson og Skuggi með A- endurmat.
Lukas og Benni með C- próf.

Þetta var síðasta sumarnámskeið á þessu sumri og má geta þess að námskeiðin sem haldin voru í sumar hafa tekist mjög vel.

Næst mun vetrarstarfið taka við en á þessari stundu liggur ekki fyrir hvar vetrarnámskeiðið verður haldið árið 2014.