Skotta valin þjónustuhundur ársins 2007 af HRFÍ

Elín og Skotta á vetrarnámskeiði á Langjökli árið 2005.

Þjónustuhundur ársins 2007 er border collie tíkin Skotta sem hefur starfað nánast öll sín 10 ár sem björgunarhundur við hlið eiganda síns Elínar Bergsdóttur. Á þeim rúmlega 8 árum sem Skotta og Elín hafa verið á útkallslista hjá Björgunarhundasveit Íslands hafa þær farið í á milli 120-150 útköll. Skotta er í dag elsti starfandi björgunarhundur landsins en er í dag jafn áköf í vinnu og fyrir 10 árum.

Félagar BHSÍ óska þeim stöllum innilega til hamingju með titilinn.

Elín og Skotta á æfingu í víðavangsleit. Mynd úr Sámi 3. tölublað 2007.