Snjóflóðaæfing á Ísafirði 19. febrúar 2011

Laugardaginn 19. febrúar 2011 fóru Hörður og Skvísa með Jónu og Tinna upp á Breiðadals- og Botnsheiði til að æfa snjóflóðaleit. Hörður hafði þá mokað holu daginn áður fyrir þessa æfingu og var „aðeins“ 3 tíma að moka.

Ekið var áleiðis upp á heiðina en þegar ekki var hægt að fara lengra á fólksbíl var restin farin á snjósleða. tekin voru nokkrar markeringsæfingar á bæði Skvísu og Tinna og gekk það eins og í sögu. Veðrið hefði ekki getað verið betra, sól, rétt um frostmark og lítill vindur, algjör bongó blíða.

Bæði hundar og menn fóru þreyttir heim en holan er enn til staðar og bíður eftir næstu æfingum. Þess má geta að við holuna var um 4 metra djúpur snjór. Það er ekki mikill snjór á heiðinni en þar sem lægðir eru í landslaginu virðist snjórinn alltaf safnast saman.