Sumarnámskeið Birkimel

Um síðustu helgi var þriðja sumarnámskeið sveitarinnar haldið á Birkimel við Barðaströnd. Mæting var góð eða um 18 teymi og var notast við 3 svæði. Leiðbeinendur voru: Ingimundur, Þórir og Maurice en einnig fengum við til okkar þau Chris Francis og Christyne Judge frá Sarda Lakes Bretlandi til aðstoðar og fræðslu. Að þessu sinni voru 5 teymi sem tóku próf og stóðust þau öll með prýði. Teymin voru :

Auður og Skolli, A-endurmat.
Elín og Skotta, A-endurmat.
Hermann og Monsa, A-endurmat.
Ingimundur og Frosti, A-endurmat.
Þórir og Púki, B-próf.

Á laugardagskvöldinu voru bretarnir með fyrirlestur um björgun og björgunarsveitir í Lake District og að sjálfsögðu var einnig fyrirlestur um björgunarhunda. Eftir fyrirlestrana var svo farið í aðra sálma og bar þá hæst hin árlega hraðahlaupskeppni björgunarhunda.

Hún virkar þannig að haldið er í hundinn á meðan eigandinn fer frá honum rúma hundrað metra, þá kallar eigandinn í hundinn og tekinn er tími á því hve fljótur hundurinn er að hlaupa vegalengdina. Í fyrsta sæti að þessu sinni var Gutti á tímanum 11,87 sek. Sigurvegari síðustu tvö ár, hann Jökull kom sterkur inn þrátt fyrir að vera slasaður á fæti og varð í öðru sæti á tímanum 12,00 sek. Í þriðja sæti varð svo nýliðinn, hann Kolur á tímanum 12,04 sek. Hraðametið hans Jökuls 9,78 sek var því ekki slegið þetta árið og verður spennandi að sjá hvað gerist í næstu keppni að ári. Næsta námskeið verður haldið í byrjun október og verður staðsetning ákveðin þegar nær dregur.