Sumarnámskeið á Gufuskálum

Annað sumarnámskeið ársins var haldið um síðastliðna helgi á Gufuskálum.

22 félagar úr Björgunarhundasveit Íslands (BHSÍ) voru þar við æfingar og vorum við nokkuð heppin með veður en þó var hávaðarok og rigning þegar Anna Sigga og Kópur voru í prófi seinnipartinn á laugardaginn.  Reyndar mátti sjá mjög íslenskar aðstæður í veðri hjá okkur þar sem sólin skein öðru megin við svæðið okkar en það hellrigndi hinum megin við svæðið og við í þokkalegu veðri þarna mitt á milli 🙂

Á námskeiðinu voru hundar á öllum stigum þjálfunar þ.e. þarna voru teymi sem eru að stíga sín fyrstu skref í víðavangsleit og einnig voru þarna fullþjálfaðir leitarhundar.  Allir sem mættir voru á námskeið voru í sólskinsskapi og flestir ef ekki bara allir sammála um að þetta væri alveg frábært námskeið!!

Við viljum óska félögum okkar sem tóku próf og stóðust þau til hamingju  með árangurinn.

Anna Sigga og Kópur A-endurmat
Hörður og Skvísa A-próf
Skúli og Patton A-próf
Drífa og Lúkas C-próf

Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér starf BHSÍ og hafa hug á að starfa með sveitinni er bent á að hafa samband við formann sveitarinnar Auði Yngvadóttur í síma 893 5478.