Sumarnámskeið á Gufuskálum 7. til 10. ágúst

Þriðja sumarnámskeið BHSÍ var haldið á Gufuskálum dagana 7. til 10. ágúst. Þátttaka var með besta móti en 33 teymi tóku þátt auk aðstoðarmanna og var heildarfjöldi á námskeiðinu um það bil 50 manns.

Leiðbeinendur voru Auður, Ingimundur og Þórir auk Chris Francis og Mike Hadwin frá Sarda Lakes í Englandi. Með þeim voru einnig Elly Whiteford leiðbeinendanemi og Trish Hadwin aðstoðarmaður.

Á öðrum degi námskeiðs kom þyrla Landhelgisgæslunnar TF LIF til þess að æfa með sveitarmeðlimum. Byrjað var á fróðlegum fyrirlestri um flugkost Landhelgisgæslunnar og hvernig björgunarmenn eiga að bera sig að í umgengni um þyrlur. Einnig var fjallað um sig úr þyrlum. Að því loknu fengu teymin tækifæri á að koma um borð í þyrluna, fyrst án þess að hún væri í gangi en síðan var þyrlan gangsett og hundarnir látnir fara um borð við mismikla hrifningu þeirra. Þá var þeim teymum sem lengra voru komin boðið að síga úr þyrlunni og gekk það mjög vel, bæði fyrir menn og hunda. BHSÍ færir Landhelgisgæslunni og áhöfn TF LÍF bestu þakkir fyrir afar gagnlega æfingu.

Fjögur teymi náðu prófi. Elín og Skotta A endurmat. Halldór og Skuggi og Ingibjörg og Píla tóku B próf og Ester og Jóka tóku C próf.