Útkall 07. september

Um klukkan 09.30 um morguninn voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar til leitar að vistmanni frá hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri.

Um klukkan 10.30 var ákveðið að senda sérhæfða leitarhópa og leitarhunda til leitar frá höfuðborgarsvæðinu. Einnig var einkaflugvél notuð við leitina. Um klukkan 10.50 fundu björgunarsveitarmenn konuna heila á húfi, skammt frá Kumbaravogi og í kjölfarið voru björgunarsveitir afturkallaðar. 3 teymi frá sveitinni lögðu af stað til leitar: Ingimundur og Frosti, Elín og Skotta og Hermann og Monsa.