Leit að manni í snjóflóði í grennd við Fáskrúðsfjörð

2 menn á vélsleðum lentu í snjóflóði í Hoffellsdal í gær. Annar mannanna náði að forða sér frá flóðinu og kalla út björgunarsveitir.

Beðið var um hunda frá sveitinni klukkan 18:20 og gerðu 4 teymi sig klár til að fara með farþegaflugvél austur. Þegar á flugvöllinn var komið var ljóst að aðeins 2 teymi kæmust með vélinni. Allar björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út og í þeim hópi voru 4 leitarhundar. Leit var afturkölluð klukkan 20.20.

Það var leitarhundur sem fann manninn rúmum tveim tímum eftir að flóðið féll og báru lífgunartilraunir ekki árangur.

Sjá frétt og myndir á visir.is >>