Útkall 14. febrúar. Leit á Langjökli

Haft var samband og beðið um að hundar yrðu í viðbragsstöðu vegna leitar á Langjökli en mæðgin sem voru þar í sleðaferð höfðu orðið viðskila við hópinn.

Það var um klukkan 17:30 sem þeirra var fyrst saknað en það var leiðindaveður á jöklinum og skyggni mjög lélegt. Þau fundust um klukkan 01:30 heil á húfi en köld og hrakin.

Teymi sem voru í viðbragðsstöðu : Ingimundur og Frosti, Maurice og Stjarna, Björk og Krummi, Krissi og Tása, Valur og Funi, Nick og Skessa.