Leit að manni á Fellsströnd

Þann 24. júlí 2010 kl. 3:03 barst BHSÍ, ásamt fleiri björgunarsveitum, útkall vegna leitar að manni á Fellsströnd á svæði 5.

Fjögur teymi ásamt hópstjóra fóru á vettvang og um það leyti sem teymin voru að hefja leit fannst maðurinn heill á húfi. Á leið í útkallið hafði hópstjórinn skipt leitarsvæðinu niður í reiti eftir nýja leitarskipulaginu sem BHSÍ hefur tileinkað sér og um leið og teymin komu á vettvang var leitarsvæðunum halað niður í GPS tæki leitarmanna svo þeir gætu strax hafið leit. Þetta skipulag hefur verið æft í sumar og reynst mjög vel.

Teymin sem fóru í útkallið voru Auður og Skíma, Kristinn og Tása, Ólína og Skutull, Skúli og Patton.
Hópstjóri var Björn Þorvaldsson.