Útkall 2. janúar. Leit að 19 ára pilti í Reykjavík.

Rétt fyrir miðnætti 1. janúar var beðið um hunda til leitar að 19 ára gömlum pilti sem hafði ekki skilað sér heim en hann hafði síðast sést við skemmtistaðinn Broadway um klukkan 05.30 um morgunin. Talið var að hann hefði ætlað að ganga heim til sín en hann bjó í Ártúnsholti.

Leit var því beint á svæði þar í kring og leituðu teymi á landi og vatni.
Teymi leituðu frá miðnætti og til morguns og frá klukkan 14 og þar til fram á kvöld er pilturinn fannst í Elliðaárvogi. Hann var látinn.

6 teymi: Ingimundur og Frosti, Elín og Skotta, Maurice og Stjarna, Gunnar og Krummi, Snorri og Kolur, Anna og Kópur. Bílstjóri og aðstoðarmaður var Krissi.