Útkall 5. ágúst, leit við Heklu

Um klukkan 23.45 þann 4.ágúst var hringt og beðið um að nokkur teymi yrðu viðbúin því að fara til leitar að pólskum ferðamanni er saknað var við Heklu. Hann hafði farið þangað með hóp en orðið viðskila við hann.

Síðan var það um klukkan 2 um nóttina að óskað var eftir að hundateymi héldu á staðinn. Maðurinn fannst um klukkan 5.30 þegar teymi voru að hefja leit.

Teymi sem tóku þátt : Elín og Skotta, Ingimundur og Frosti, Hermann og Monsa, Anna og Kópur. Í viðbragðisstöðu: Björk og Krummi