Leit að 6 ára gamalli stúlku í nágrenni Vífilstaðavatns

Um klukkan 13:30 barst beiðni um hunda til leitar að 6 ára gamalli stúlku sem saknað var í nágrenni Vífilstaðavatns.

Stúlkan er í barnaskóla Hjallastefnunnar við Vífilstaðaveg og skilaði sér ekki í skólann eftir hádegishlé. Fannst stúlkan á gangi í Kirkjulundi í miðbæ Garðabæjar um tveimur og hálfum tíma eftir að hún hvarf um hádegisbilið og var þá komin talsvert frá skólanum, eða rúman kílómetra. Það voru kennarar skólans sem fundu hana og var hún heil á húfi.

6 teymi: Ingimundur og Frosti, Maurice og Stjarna, Snorri og Kolur, Halldór og Skuggi, Anna og Kópur, Gunnar og Krummi.
3 teymi í biðstöðu : Elín og Skotta, Ragga og Jökull, Hermann og Monsa.