Útkall 6. apríl. Leit í óbyggðum.

Þann 6. apríl um kl 17:30 voru hundateymi BHSÍ kölluð út vegna leitar sem stóð yfir á svæði sem afmarkaðist af Mýrdalsjökli, Markarfljóti og Mælifellssandi. Þar stóð yfir leit að 3 einstaklingum sem höfðu verið á ferðalagi á jepplingi um gosstöðvarnar. Um var að ræða 2 konur og 1 karlmann.  Á þessum tíma höfðu björgunarsveitir þegar fundið báðar konurnar og var þá önnur þeirra látin. Einnig hafði bifreið þeirra fundist mannlaus.

Níu hundateymi fóru í útkallið á vegum BHSÍ og eitt teymi var á leiðinni frá Norðurlandi til að taka þátt í leitinni. Alls tóku um 280 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni úr 28 sveitum. Björgunarsveitir fundu karlmanninn um kl. 21:30, hann var þá látinn.

Teymi sem tóku þátt í leitinni voru:
Anna og Kópur
Björk og Krummi
Elín og Skotta
Halldór og Skuggi
Ingimundur og Frosti
Jóhanna og Morris
Kristinn og Tása
Nick og Skessa
Valur og Funi

Guðbergur og Nói voru lagðir af stað frá Húsavík til að taka þátt í leitinni.