Leit að göngumönnum í Kálfafellsdal

Um klukkan 23:15 þann 9. júní. var beðið um hunda til leitar að göngumönnum en þeir höfðu ekki skilað sér í tjaldbúðir.

Fyrst átti að athuga með að þyrlan flygi með teymi á svæðið en þar sem ekki var tiltæk áhöfn á þyrluna var ákveðið að keyra. Það kom þó ekki til þess þar sem leit var afturkölluð um klukkan 23:50. Mennirnir komu sér til byggða og voru þeir heilir á húfi.

4 teymi gerðu sig klár til leitar: Elín og Skotta, Hermann og Monsa, Ragga og Jökull, Maurice og Stjarna.