Útkall Esja 20. ágúst 2008

Um kl. 20 þann 20. ágúst var óskað eftir hundum frá BHSÍ til leitar að ferðamanni sem villst hafði í þoku í Esjunni.

Þrjú teymi, Halldór og Skuggi, Ingibjörg og Píla og Snorri og Kolur voru keyrð á fjórhjólum upp í Esjuhlíðar og gengu síðan upp Gunnlaugsskarð.
Maðurinn sem var í símasambandi við leitarstjórn fannst um kl. 23. með aðstoð þyrlu Landhelgissgæslunnar og var hann heill á húfi.