Útkall Esjan

Karlmaður á þrítugsaldri sem leitað hefur verið að síðastliðinn sólarhring á Esjunni fannst látinn í Gunnlaugsskarði í suðurhlíð Esjunnar nú á ellefta tímanum.

Nokkur hundateymi frá BHSÍ hafa verið við leit síðan í gær. Föt mannsin og skilríki fundust um 200 metra fyrir neðan Þverfellshorn og er talið að bíll hans sé á bílastæðinu.

Teymi sem tóku þátt í leitinni voru : Elín og Skotta, Maurice og Stjarna, Hermann og Monsa, Snorri og Kolur, Anna Sigga og Kópur, Ingimundur og Frosti, Hörður og Skvísa og Jóna og Tinni.
Aðstoðarmaður teyma var Kristinn.