Útkall Hvalfirði

Rétt fyrir klukkan 02:00 þann 25. september var beðið um hunda til leitar að tveimur mönnum sem voru villtir í Hvalfirði.

Mennirnir höfðu fest bíl sinn við Hvalvatn um kvöldið og héldu áfram fótgangandi, en villtust og urðu síðar viðskila. Þeir voru fram eftir nóttu annað slagið í sambandi við leitarstjórn. Annar maðurinn fannst kl. 05:00 og hinn kl. 07:00 og voru þeir báðir heilir á húfi.

Alls tóku um 80 manns í aðgerðinni og þar af 2 teymi frá BHSÍ.
Snorri og Kolur og Valur og Funi.