Útkall Mývatnsöræfum

Um klukkan 20:30 í gærkveldi fóru tvö teymi með danskri herþyrlu áleiðis til leitar að 17 ára pilti sem saknað var á Mývatnsöræfum.

Pilturinn hafði verið í gleðskap að Grímstungu sem er í nágrenni Grímsstaða á Fjöllum og hefur ekkert til hans spurst síðan klukkan fjögur í fyrrinótt. Leit stendur enn yfir og hafa um þrjú hundruð manns komið að leitinni og eru skilyrði erfið en 10 sm jafnfallinn snjór er á leitarsvæðinu og svæðið mjög víðfeðmt.