Útkall á Suðurland vegna jarðskjálfta


Föstudaginn 29. maí voru hundar Björgunarhundasveitar Íslands kallaðir út vegna jarðskjálfta á Suðurlandi.

Frá Hjálparsveit skáta í Garðbæ fóru þrjú teymi, Maurice og Stjarna, Snorri og Kolur og Gunnar og Krummi með Eyþór sem bílstjóra. Frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi fóru Anna og Kópur, frá Björgunarsveitinni Suðurnes fóru Halldór og Skuggi og frá Björgunarsveitinni Dagrenningu fóru Björk og Krummi. Elín og Skotta, Ingimundur og Frosti og Hermann og Monsa voru í viðbragðsstöðu ef þörf yrði á fleiri hundum.

Sem betur fer reyndist ekki þörf á hundum til rústaleitar en félagar sveitarinnar sinntu þess í stað öðrum verkefnum á vettvangi.