Útkallsæfing BHSÍ og Hjálparsveitar skáta í Garðabæ

Haldin var sameiginleg útkallsæfing BHSÍ og leitartæknihóps Hjálparsveitar skáta í Garðabæ (HSG) sunnudaginn 11. nóvember.

Klukkan 18 mættu 4 hundateymi og tveir leitarmenn úr leitartæknihóp í hús HSG. Þar var tilkynnt að tveir menn hefðu villst frá bíl og orðið viðskila. Leitarsvæði var í Vífilstaðahlíðum sunnan Vífilstaðavatns, kringum Grunnuvötn og afmarkaðist af Heiðmerkurvegi til vesturs og suðurs.

Bíllin fannst við Grunnuvötn um kl. 19 og kl. 21 fann hundur annan manninn. Skömmu síðar fundu félagarnir úr leitartæknihóp hinn mannin.

Aðstæður voru allar hinar bestu, myrkur, rok og rigning. Tóta og Nick er hér með þakkað fyrir skipulagið og að liggja úti við þessar aðstæður.