Útköll 2007

Útköll 2007

1. Útkall 4.janúar. Leit að manni í Hafnarfirði og nágrenni.
2 teymi: Ragga/Jökull, Maurice/Stjarna. Hemmi/Monsa á standby.
Útkall barst klukkan 4.45 og var beðið um hunda til leitar við Hvaleyrarvatn. Maður um fertugt hafði farið þangað með hundana sína að kveldi 3.janúar og ekki skilað sér heim. Hafin var leit að bílnum hans þegar teymi komu á staðinn en talið var að heyrst hefði í hundum á hæðinni gengt Hvaleyrarvatni og því var ákveðið að láta teymi ganga það svæði. Sú ganga skilaði engu og engir hundar sjáanlegir. Bíll mannsins var heldur ekki sjáanlegur. Teymi leituðu ekki meira með hundana í þetta skipti en héldu áfram að leita á bifreið þar til leit lauk. Um hundrað manns tóku þátt í leitinni ásamt hundum og þyrlu. Maðurinn fannst svo um klukkan 10 um morgunin í heimahúsi í Hafnarfirði. Hann var heill á húfi.

2. Útkall 2.apríl. Leit að manni í nágrenni Hveragerðis.
3 teymi: Elín/Skotta, Maurice/Stjarna og Ragga/Jökull.
Um klukkan 17 barst beiðni um hunda til leitar að manni sem hafði strokið af
réttargæslufangelsinu að Sogni. Maðurinn var ekki talinn hættulegur. Þegar á svæði kom voru teymi látin bíða áttekta ef maðurinn skyldi týnast aftur en björgunarfólk og lögregla voru komnir með hann í augnsýn og var það svo um klukkan 19.20 að hann náðist heill á húfi í hlíðinni fyrir ofan Garðyrkjuskólann í Hveragerði.

3. Útkall 19.apríl. Leit að manni í Reykjavík.
6 teymi: Ingimundur/Frosti, Elín/Skotta, Hermann/Monsa, Gunnar/Krummi, Ragga/Jökull, Maurice/Stjarna.
Rétt eftir miðnætti 19.apríl barst beiðni um hunda til leitar að ungum manni sem saknað var í Reykjavík. 4 teymi hófu þegar í stað leit og leituðu fram til klukkan 6 um morgunin.
4 tímum seinna eða rúmlega 10 var svo aftur kallað út og héldu 4 teymi til leitar.
Leit var svo afturkölluð um klukkan 11.40. Maður fundinn heill á húfi.

4. Útkall 9.júní. Leit að göngumönnum í Kálfafellsdal.
4 teymi: Elín/Skotta, Ragga/Jökull, Hermann/Monsa, Maurice/Stjarna.
Um klukkan 23.15 var beðið um hunda til leitar að göngumönnum en þeir höfðu ekki skilað sér í tjaldbúðir. Fyrst átti að athuga með að þyrlan flygi með teymi á svæðið en þar sem ekki var tiltæk áhöfn á þyrluna var ákveðið að keyra.
Það kom þó ekki til þess þar sem leit var afturkölluð um klukkan 23.50. Mennirnir komu sér til byggða og voru þeir heilir á húfi.5. Útkall 6.ágúst. Leit á Snæfellsnesi.
5 teymi: Elín/Skotta, Ingi/Frosti, Maurice/Stjarna, Gunnar/Krummi, Hermann/Monsa.
Um klukkan 18.15 barst beiðni um hunda til leitar að konu sem saknað var á Snæfellsnesi. Teymi voru á leiðinni á staðinn þegar leit var afturkölluð klukkan 19.20. Konan fundin heil á húfi.

6. Útkall 22.-26.ágúst. Leit á Svínafellsjökli.
Frá miðvikudeginum 22.ágúst til sunnudagsins 26.ágúst voru útkallsteymi sveitarinnar í viðbragðsstöðu á vegum Landsstjórnar vegna leitar að tveimur þjóðverjum sem ekki höfðu skilað sér heim til þýskalands eftir áætlaða gönguferð um Ísland.
Tjöld þeirra fundust neðan við Svínafellsjökul og var leitinni beint á það svæði og uppúr.
Svæðið sem leitað var á var mjög erfitt yfirferðar og aðeins fyrir reyndustu fjallamenn og var því ákveðið að hafa hundana á viðbragði ef að leita þyrfti önnur svæði.
Til þess kom þó ekki og var leit hætt án nokkurs árangurs sunnudaginn 26.ágúst.

7. Útkall 26.ágúst. Leit í Kverkfjöllum.
1 teymi : Hlynur/Moli. Teymi fyrir sunnan í viðbragðsstöðu.
Um klukkan 14.00 barst beiðni um hunda til leitar að konu sem saknað var í Kverkfjöllum. Konan, sem var erlendur ferðamaður, fór frá Sigurðarskála seinnipartinn á föstudegi og hugðist ganga í Hveragil. Konan var væntanleg í Hverfjallaskála um hádegi í á laugardegi en hafði ekki skilað sér.
Leit var afturkölluð seinnipartinn en landverðir höfðu gengið fram á konuna þar sem hún var stödd í Hveragili. Hún var heil á húfi.