Útköll 2008

Útkall 2.janúar. Leit að 19 ára pilti í Reykjavík.
6 teymi : Ingi/Frosti, Elín/Skotta, Maurice/Stjarna, Gunnar/Krummi, Snorri/Kolur, Anna/Kópur.
Rétt fyrir miðnætti 1.janúar var beðið um hunda til leitar að 19 ára gömlum pilti sem hafði ekki skilað sér heim en hann hafði síðast sést við skemmtistaðinn Broadway um klukkan 05.30 um morgunin.
Talið var að hann hefði ætlað að ganga heim til sín en hann bjó í Ártúnsholti.
Leit var því beint á svæði þar í kring og leituðu teymi á landi og vatni.
Teymi leituðu frá miðnætti og til morguns og frá klukkan 14 og þar til fram á kvöld er pilturinn fannst í Elliðavogi.
Hann var látinn.

Útkall 05.maí. Leit að 6 ára gamalli stúlku í nágrenni Vífilstaðavatns.
6 teymi : Ingimundur/Frosti, Maurice/Stjarna/ Snorri/Kolur, Halldór/Skuggi, Anna/Kolur, Gunnar/Krummi.
3 teymi í biðstöðu : Elín/Skotta, Ragga/Jökull, Hermann/Monsa.
Um klukkan 13.30 barst beiðni um hunda til leitar að 6 ára gamalli stúlku sem saknað var í nágrenni Vífilstaðavatns.
Stúlkan er í barnaskóla Hjallastefnunnar við Vífilstaðaveg og skilaði sér ekki í skólann eftir hádegishlé.
Fannst stúlkan á gangi í Kirkjulundi í miðbæ Garðabæjar um tveimur og hálfum tíma eftir að hún hvarf um hádegisbilið og var þá komin talsvert frá skólanum., eða rúman kílómetra
Það voru kennarar skólans sem fundu hana og var hún heil á húfi.

Útkall 7.maí. Leit að bankaræningja.
1 teymi: Ingimundur/Frosti.
Rúmlega 10 í morgun óskaði lögregla eftir svæðisleitarhundi til að leita að manni er hafði rænt útibú Landsbankans í Hafnarfirði fyrr um morgunin.
Teymi hóf leit um klukkan 10.30 og leitaði hraunið milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar.
Leit teymis lauk klukkan 13.30 án árangurs og er bankaræningjans enn leitað þegar þetta er skrifað.
Leit fór fram í samráði við svæðisstjórn á svæði 1.

Útkall 24. og 25.júlí. Leit að manni í Esjunni.
8 teymi : Elín og Skotta, Maurice og Stjarna, Hermann og Monsa, Snorri og Kolur, Anna Sigga og Kópur, Ingimundur og Frosti, Hörður og Skvísa og Jóna og Tinni.
Beðið var um hunda til leitar að nöktum manni sem 2 konur höfðu mætt á gangi í Esjunni.
Leitin stóð yfir í 2 daga og fannst maðurinn látinn í Gunnlaugsskarði á ellefta tímanum að morgni 25.júlí.

Útkall 2.ágúst. Leit að ferðamanni í Landmannalaugum.
4 teymi: Elín/Skotta, Ingi/Frosti, Halldór/Skuggi, Anna/Kópur.
Beðið var um hunda til leitar að hollenskum manni er saknað var í Landmannalaugum.
Teymi leituðu hraunið inn að Brennisteinsöldu.
Maðurinn fannst heill á húfi um klukkan 7 um morguninn.

Útkall 5.ágúst. Leit að pólskum ferðamanni við Heklu.
5 teymi : Elín/Skotta, Ingimundur/Frosti, Hermann/Monsa, Anna/Kópur. Björk/Krummi í viðbragsstöðu.
Um klukkan 23.45 þann 4.ágúst var hringt og beðið um að nokkur teymi yrðu viðbúin því að fara til leitar að pólskum ferðamanni er saknað var við Heklu. Hann hafði farið þangað með hóp en orðið viðskila við hann.
Síðan var það um klukkan 2 um nóttina að óskað var eftir að teymi héldu á staðinn.
Maðurinn fannst um klukkan 5.30 þegar teymi voru að hefja leit.

Útkall 20.ágúst. Leit í Esjunni.
3 teymi: Halldór/Skuggi, Ingibjörg/Píla, Snorri/Kolur.
Um kl. 20 þann 20. ágúst var óskað eftir hundum frá BHSÍ til leitar að ferðamanni sem villst hafði í þoku í Esjunni.
Þrjú teymi voru keyrð á fjórhjólum upp í Esjuhlíðar og gengu síðan upp Gunnlaugsskarð.
Maðurinn sem var í símasambandi við leitarstjórn fannst um kl. 23 með aðstoð þyrlu Landhelgissgæslunnar og var hann heill á húfi.

Útkall 26.ágúst. Leit að ungmennum á Hellu.
6 teymi: Elín/skotta, Ingi/Frosti, Hermann/Monsa, Halldór/Skuggi, Gunnar/Krummi, Anna/Kópur.
Beðið var um hunda til leitar að ungmennum sem ekki höfðu skilað sér heim að kveldi 25.ágúst.
Útkall barst um 2.30.
Teymi voru á leið á staðinn þegar ungmennin fundust heil á húfi.

Útkall 6.september. Leit Hrafntinnuskeri.
4 teymi: Anna/Kópur, Hermann/Monsa, Gunnar/Krummi, Snorri/Kolur.
Upp úr miðnætti 6. september voru hundar kallaðir út til þess að leita að franskri konu sem saknað var að Fjallabaki.
Konan var á leið frá Landmannalaugum til Hrafntinnuskers en skilaði sér ekki á áfangastað.
Tvö teymi, Anna og Kópur og Hermann og Monsa, fóru ásamt leitarmönnum og bílstjóra frá HSSK og tvö teymi, Snorri og Kolur og Gunnar og Krummi fóru með bíl frá HSG ásamt Kristni sem keyrði.
Tvö teymi höfðu nýlega hafið leit og tvö voru að koma í Hrafntinnusker þegar konan fannst á gangi í nágrenni við Landmannalaugar um kl. 8 um morguninn.

Útkall 29.nóv.-6.des. Leit Skáldabúðarheiði.
14 teymi : Ingi/Frosti, Snorri/Kolur, Maurice/Stjarna, Elín/Skotta, Ragga/Jökull, Halldór/Skuggi, Hermann/Monsa, Björk/Krummi, Valur/Funi, Gunnar/Krummi, Anna/Kópur, Hörður/Skvísa, Ingibjörg/Píla, Kristinn/Tása.
Leitað var að rjúpaskyttu um sjötugt sem saknað var á Skáldabúðarheiði.
Mannsins hafði verið saknað frá því um hádegi 29.nóv. Hann fór á rjúpnaveiðar ásamt félögum sínum þá um morguninn og höfðu þeir ráðgert að hittast í hádeginu.
Þegar hann skilaði sér ekki kölluðu félagar hans eftir aðstoð.
Leitin stóð yfir í nokkra daga án árangurs.
Maðurinn fannst svo nokkrum mánuðum seinna.