Útköll 2010

1. Útkall – leit í Hvalfirði 22. janúar
Teymi: Anna og Kópur, Jóhanna og Morris, Kristinn og Tása, Nick og Skessa, Snorri og Kolur.
Um kl. 9:30 var heildarútkall til leitar í Hvalfjarðarbotni að karlmanni sem saknað var. Hundar voru beðnir um að vera í viðbragðsstöðu. Kl. 9:55 var beðið um hunda.
Þyrlan fann manninn látinn um kl. 16:30.

2. Útkall 7. febrúar. Leit að barni Reykjanesbæ
Teymi : Anna/Kópur, Maurice/Stjarna, Elín/Skotta, Ingi/Frosti, Snorri/Kolur, Halldór/Skuggi, Krissi/Tása, Emil/Gríma, Nick/Skessa.
Teymi sem voru í viðbragðsstöðu : Valur/Funi, Björk/Krummi.
Um klukkan 20 þann 7.febrúar barst beiðni um hunda til leitar að barni sem saknað var í Reykjanesbæ.
Barnið hafði farið að heiman fyrr um daginn og ekki skilað sér.
Leit var afturkölluð stuttu seinna er barnið fannst heilt á húfi.

3. Útkall 14. febrúar. Leit á Langjökli
Haft var samband og beðið um að hundar yrðu í viðbragsstöðu vegna leitar á Langjökli en mæðgin er voru þar í sleðaferð höfðu orðið viðskila við hópinn.
Það var um klukkan 17.30 sem þeirra var fyrst saknað en það var leiðindaveður á jöklinum og skyggni mjög lélegt.
Þau fundust um klukkan 01.30 heil á húfi en köld og hrakin.
Teymi sem voru í viðbragðsstöðu : Ingimundur/Frosti, Maurice/Stjarna / Björk/Krummi, Krissi/Tása, Valur/Funi, Nick/Skessa.

4. Útkall 15. febrúar. Leit í Breiðholti.
Klukkan 21.30 voru teymi kölluð út til leitar að 75 ára gömlum manni er saknað var í Breiðholti.
Maðurinn fannst nokkru síðar í Garðabæ eða um klukkan 22 heill á húfi.
Teymi sem fóru í útkall : Kristinn/Tása, Maurice/Stjarna, Nick/Skessa, Halldór/Skuggi.
Í viðbragðsstöðu : Ingi/Frosti, Anna/Kópur, Björk/Krummi

5. Útkall 26. febrúar. Leit að stúlku í Reykjavík.
Föstudagskvöldið 26.febrúar voru teymi kölluð út vegna leit að stúlku í Reykjavík, nánar tiltekið í fossvogshverfinu. Stúlkan fannst heil á húfi skömmu eftir að björgunarsveitir hófu leit.
Teymi sem fóru í útkall: Anna og Kópur, Kristinn og Tása, Maurice og Stjarna, Nick og Skessa, Valur og Funi.
Í viðbragðsstöðu: Halldór og Skuggi, Ingimundur og Frosti, Jóhanna og Morris.

6. Útkall 5. mars. Leit að manni í nágrenni Hveragerðis.
Aðfaranótt föstudagsins 5. mars voru hundateymi BHSÍ, auk annarra björgunarsveita, kölluð út til leitar að manni í nágrenni Hveragerðis. Maðurinn fannst um morguninn, hann var þá látinn.
Teymi sem fóru í útkall: Anna og Kópur, Ingimundur og Frosti, Jóhanna og Morris, Nick og Skessa, Snorri og Kolur, Valur og Funi.
Björn var aðstoðarmaður teymanna í útkallinu.
Í viðbragðsstöðu: Björk og Krummi.

7. Útkall 6. apríl. Leit í óbyggðum.
Þann 6.apríl um kl 17:30 voru hundateymi BHSÍ kölluð út vegna leitar sem stóð yfir á svæði sem afmarkaðist af Mýrdalsjökli, Markarfljóti og Mælifellssandi. Þar stóð yfir leit að 3 einstaklingum sem höfðu verið á ferðalagi á jepplingi um gosstöðvarnar. Um var að ræða 2 konur og 1 karlmann.  Á þessum tíma höfðu björgunarsveitir þegar fundið báðar konurnar og var þá önnur þeirra látin. Einnig var búið að finna bifreið þeirra mannlausa.
9 hundateymi fóru í útkallið á vegum BHSÍ og 1 teymi var á leiðinni frá Norðurlandi til að taka þátt í leitinni. Alls tóku um 280 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni úr 28 sveitum. Björgunarsveitir fundu karlmanninn um kl 21:30, hann var þá látinn.
Teymi sem tóku þátt í leitinni voru: Anna og Kópur, Björk og Krummi, Elín og Skotta, Halldór og Skuggi, Ingimundur og Frosti, Jóhanna og Morris, Kristinn og Tása, Nick og Skessa, Valur og Funi.
Guðbergur og Nói voru lagðir af stað frá Húsavík til að taka þátt í leitinni.

8. Útkall 6. maí, leit í Reykjavík.

BHSÍ var kölluð út þann 6. maí kl.6:50 til að leita að karlmanni. Síðast hafði spurst til hans um níuleytið kvöldið áður þegar hann hugðist fara í göngutúr með viðkomu í hraðbanka. Leitað var út frá verslunarmiðstöðinni við Háaleitisbraut. Hundateymi leituðu meðal annars við sjóinn, frá Laugarnes að Geirsnefi, í Laugardalnum, Öskjuhlíð og í Fossvogsdalnum.
Fjögur teymi frá BHSÍ tóku þátt og a.m.k. tvö teymi frá Leitarhundum, en alls tóku um 170 manns þátt í leitinni.
Leitin var afturkölluð um kl. 19:15 en maðurinn fannst látinn í Hafnarfjarðarhöfn.
Teymi sem tóku þátt í leitinni voru: Halldór og Skuggi, Jóhanna og Morris, Nick og Skessa, Snorri og Kolur.

Auður og Skíma, Bríet og Skutla, Skúli og Patton og Smári og Skytta voru á leiðinni í bæinn þegar leitin var afturkölluð og fleiri teymi voru í viðbragðsstöðu.

9. Útkall 10. júní, leit að manni í Landbroti

Um kl. 7 að morgni 10. júní var beðið um hunda til leitar að manni í Landbroti. Þegar fóru af stað tvö teymi frá Suðurlandi og aðrir voru beðnir um að vera í viðbragðsstöðu. Skömmu seinna voru fleiri teymi kölluð út. Tvö teymi höfðu hafið leit og önnur voru komin á staðinn þegar maðurinn fannst heill á húfi. Teymi sem tóku þátt í útkallinu voru: Björk og Krummi, Jóhanna og Morris, Kristinn og Tása, Nikulás og Skessa, Snorri og Kolur. Auk þeirra tók eitt teymi frá Leitarhundum SL þátt.

10. Útkall 10. júlí, leit í Reykjavík

Þann 10. júlí kl. 13 voru hundar kallaðir út til leitar að manni í Reykjavík. Maðurinn fannst heill á húfi um kl. 16:30. Teymi sem tóku þátt í leitinni voru Hörður og Skvísa, Nikulás og Skessa, Snorri og Kolur, Valur og Funi.

11. Útkall 24. júlí, leit að manni á Fellsströnd

Þann 24.júlí 2010 kl 03:03  barst BHSÍ, ásamt fleiri björgunarsveitum, útkall vegna leitar að manni á Fellsströnd á svæði 5.
4 teymi ásamt hópstjóra fóru á vettvang og um það leyti sem teymin voru að hefja leit fannst maðurinn heill á húfi.
Á leið í útkallið hafði hópstjórinn skipt leitarsvæðinu niður í reiti eftir nýja leitarskipulaginu sem BHSÍ hefur tileinkað sér og um leið og teymin komu á vettvang var leitarsvæðunum halað niður í GPS tæki leitarmanna svo þeir gætu strax hafið leit. Þetta skipulag hefur verið æft í sumar og reynst mjög vel.

Teymin sem fóru í útkallið voru Auður og Skíma, Kristinn og Tása, Ólína og Skutull, Skúli og Patton.
Hópstjóri var Björn Þorvaldsson.

12. Útkall 3. ágúst – Leit að dreng í Borgarfirði

Þann 3. ágúst 2010 kl 14:22 barst BHSÍ útkall vegna leitar að dreng í Borgarfirði.
2 teymi frá BHSÍ voru lögð af stað frá Reykjavík á leið til Borgarfjarðar ásamt aðstoðarmanni og hópstjóra og 2 teymi voru í viðbragðsstöðu á Ísafirði þegar drengurinn fannst heill á húfi og útkallið var afturkallað kl 14:47.

Teymin sem lögðu af stað voru Auður og Skíma, Kristinn og Tása, með þeim fóru Skúli Berg sem aðstoðarmaður og Björn Þorvaldsson sem hópstjóri BHSÍ til að sjá um skipulag leitarinnar fyrir hundateymin.
Teymi sem voru í viðbragðsstöðu voru Hörður og Skvísa, Ólína og Skutull.

13. Útkall 13. ágúst – Leit að konu í Borgarnesi

Hundar BHSÍ voru kallaðir til leitar í Borgarnesi að konu sem saknað hafði verið undanfarna daga. Sex teymi tóku þátt í leitinni. Halldór og Skuggi, Hörður og Skvísa, Ingimundur og Frosti, Kristinn og Tása, Skúli og Patton, Snorri og Kolur.  Konan fannst látin á sunnudag.

14. Útkall 28. ágúst – Leit að manni í Hvalfirði

Að morgni laugardagsins 28. ágúst sl., voru björgunarsveitir á svæði 4 kallaðar út vegna leitar að manni sem hafði týnst í Svínadalnum, Hvalfirði.  Óskað var aðstoðar frá BHSÍ og gáfu fjögur teymi kost á sér. Um 50 mínútum seinna var leit afturkölluð þar sem maðurinn fannst heill á húfi.

Teymin; Hafdís og Breki, Emil og Gríma, Valur og Funi, Kristinn og Tása.

15. Útkall 1. september – Leit að manni innanbæjar í Hafnarfirði

Snemma að morgni miðvikudagsins 1. september 2010 voru björgunarsveitir á aðgerðarsvæði 1 kallaðar út til leitar vegna manns sem hafði týnst í Hafnarfirði.  Þrjú teymi frá BHSÍ gáfu kost á sér til leitarinnar.  Eyþór og Bylur, Ólína og Skutull, Halldór og Skuggi.

Þar sem leitarsvæði var í næsta nágrenni við heimili Eyþórs, gat hann byrjað strax að leita.  Ólína og Halldór voru á leið á staðinn þegar maðurinn fannst heill á húfi, tæpum hálftíma eftir að útkallið barst.

16. Útkall 9.september – Leita að stúlku í Grafarvogi

Þann 9. september 2010 barst BHSÍ útkall vegna stúlku sem var týnd í Grafarvogi. 4 hundateymi auk 2 aðstoðarmanna fóru í útkallið en stúlkan fannst stuttu eftir að leit var hafin, heil á húfi.

Teymin: Emil og Gríma, Hafdís og Breki, Kristinn og Tása, Ólína og Skutull.
Aðstoðarmenn: Nikulás Hall og Björn Þorvaldsson.

17. Útkall 12. september – Leit að gangnamanni við Skagaströnd

Þann 12.september barst Björgunarhundasveit Íslands útkall vegna gangnamanns sem var týndur í nágrenni Skagastrandar. Björgunarsveitir í nágrenninu höfðu verið við leit í nokkra klukkutíma þegar BHSÍ fékk boð kl 19:19. Þá voru flestir félagar BHSÍ nýlagðir af stað af námskeiði sem haldið var á Gufuskálum yfir helgina.

7 hundateymi auk aðstoðarmanns lögðu af stað í útkallið. Teymin gerðu ráð fyrir að þurfa að leita í myrkri yfir nóttina og að notast við nýja leitarskipulagið sem æft hefur verið eftir sem byggist á notkun GPS tækis við að hólfa niður leitarsvæðin fyrir hundateymin. Það var m.a. hlutverk aðstoðarmanns teymanna, að sjá um þá skipulagningu. Hundateymin voru rétt ókomin í stjórnstöð þegar maðurinn kom í leitirnar heill á húfi.

Teymi sem fóru af stað: Emil og Gríma, Guðbergur og Nói, Hlynur og Moli,  Hörður og Skvísa, Ingibjörg og Píla, Kristinn og Tása, Ólína og Skutull.
Aðstoðarmaður teyma var Björn Þorvaldsson.

Útkall 9. október – Leit að stúlku innanbæjar í Reykjavík

Laugardagskvöldið 9. október 2010, barst BHSÍ útkall vegna stúlku sem var týnd í Reykjavík, n.t.t. í Breiðholtinu.
Fjögur hundateymi fóru í útkallið, en stúlkan fannst mjög fljótlega í Fossvogi.
Hundateymi:  Hafdís og Breki, Nick og Skessa, Eyþór og Bylur, Krissi og Tása, Maurice og Stjarna, Guðbergur og Nói.

Útkall 10. október – Leit að konu við Þjófaskörð á Vestfjörðum

Seinnipart laugardagsins 10. október 2010 barst útkall til björgunarsveita á norðanverðum Vestfjörðum, um týnda konu við svonefnd Þjófaskörð.  Þjófaskörð eru staðsett mitt á milli Skutulsfjarðar (Ísafjarðar) og Hnífsdals.  Fljótlega gat konan gefið upp staðsetningu skv. númeri á staurastæðu.  Í ljós kom að konan var stödd við brún á svonefndu Hestakleifarfjalli, Bolungarvík. Björgunarsveitarmenn frá Örnum í Bolungarvík sóttu konuna þangað.
Hundateymi;  Auður og Skíma, Skúli og Patton.