Vetrarnámskeið Kröflu

Þá er vetrarnámskeiði BHSÍ þetta árið lokið. Námskeiðið var að þessu sinni haldið í Kröflu og tókst það mjög vel.

Veður var ágætt á laugardeginum en þó heldur til óþæginda á sunnudeginum þar sem skyggni var ekkert og fljótlega eftir hádegi þurfti að hætta æfingum og próf sem áttu að vera samkvæmt dagsskrá, var frestað til mánudags. Einnig varð ekkert úr útkallsæfingu sem átti að vera um kvöldið. Á mánudeginum var veður með ágætum og sama má segja um þriðjudaginn og miðvikudaginn. Að þessu sinni voru um 22 teymi skráð á námskeið og var þeim skipt á 3 svæði.

Leiðbeinendur voru Ingimundur, Auður, Halldór og Lill Böe frá Norske Redningshunder.

Leiðbeinendanemar voru Maurice, Hlynur og Kristinn. 17 teymi tóku próf að þessu sinni, önnur voru á fríári eða eru að stíga sín fyrstu skref í þjálfun og taka því próf á næsta ári.

En niðurstöður prófa urðu þessar.

A-endurmat
Halldór og Aqua
Katrín og Gutti
Hlynur og Moli
Elín og Skotta
Þröstur og Lassi

A-próf
Bríet og Skutla

B-próf
Valur og Funi
Snorri og Kolur
Halldór og Skuggi
Anna og Kópur
Björn og Stormur
Nick og Skessa
Kristinn og Tása

C-próf
Auður og Skíma
Eyþór og Prímó
Ágúst og Balti
Ólína og Blíða
Sveitin þakkar starfsfólki í Kröflu fyrir frábærar móttökur og gestrisni og aðstoðarfólkinu

Rúnari, Ásu og Liv kærlega fyrir hjálpina.