Vetrarnámskeiði 2010 lokið

Dagana 12. til 17.mars var haldið vetrarnámskeið BHSÍ, en það er haldið ár hvert.

Að þessu sinni var gist á Hótel Natur í Eyjafirði og æft fyrir ofan Víkurskarð. Mætt var að kvöldi 11. mars og farið heim að morgni 18. mars þá þreytt en ánægð með árangurinn. Aðstaðan á Hótel Natur var einstaklega góð og maturinn fjölbreyttur og góður.

Um 30 teymi tóku þátt á námskeiðinu og 19 þeirra tóku próf og stóðust þau. Veðrið var einstaklega gott og lítið yfir því að kvarta. Æft var á 3 svæðum með 6 leiðbeinendum, þeim Auði, Ingimundi, Maurice og Þóri auk tveggja gestaleiðbeinenda frá Noregi þeim Arne Andreassen og Tor Øyvind Bertheussen. Við þökkum þeim kærlega fyrir aðstoðina.

Á kvöldin voru haldnir fyrirlestrar og aðalfundur BHSÍ. Á aðalfundinum voru m.a. teknir inn nýir félagar og kosið í stjórn. Ákveðið var að halda framhaldsaðalfund á næsta sumarnámskeiði í byrjun maí.

Þau sem tóku próf voru:

A-endurmat
Ingimundur og Frosti
Elín og Skotta
Anna S og Kópur
Maurice og Stjarna
Valur og Funi
Halldór og Skuggi
Nick og Skessa

A-próf
Rakel og Dímon
Emil og Gríma
Björk og Krummi

B-próf
Björn og Garri
Þórir og Jóka
Ólína og Skutull

C-próf
Jónas og Keano
Hafdís og Breki
Viðar og Tinni
Birgir og Breki
Anna Þórunn og Urður
Eyþór og Bylur