Víðavangsúttektum sumarsins lokið

Síðasta víðavangsúttekt sumarsins var haldin síðustu helgi. Fyrsta úttekt var haldin í kring um Bifröst í Borgarfirði í maí, önnur úttekt í Þrengslunum í júní, sú þriðja á Hellisheiði í ágúst og sú fjórða og síðasta í nágrenni Hólmavíkur. Á hverri úttekt voru sett upp nokkur próf og eru við ánægð með árangur sumarsins.

Í sumar hafa mörg teymi náð sínum markmiðum í víðavangsleit svo við búum vel. Við eigum nú 17 teymi á útkallsskrá í víðavangsleit og dreifast þessi teymi á Hellu, Selfoss, Eyrarbakka, höfuðborgarsvæðið, Patreksfjörð, Ísafjörð og Hnífsdal. Eins eigum við nokkur ný teymi sem tóku sín fyrstu spor í leit og sitt fyrsta próf í sumar. Þessi teymi eru framtíðin okkar og það verður gaman að fylgjast með þeim ná lengra og vonandi taka sitt fyrsta útkallspróf næsta sumar.

Við munum æfa áfram á sunnudögum fram í haustið en þegar líða fer nær jólum tökum við okkur frí frá skipulögðum æfingum og félagar okkar snúa sér að því að sinna fjáröflunum fram yfir áramót. Þá taka við snjóflóðaæfingar um leið og snjóalög leyfa.