Björgunarhundar leita aš tżndum hundi

 • Skrifaš: 18. jśnķ 2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:

Beðið var um hunda til þess að fara á svæðið þar sem border collie hundurinn Hunter týndist. Gera átti tilraun til þess að nota hunda til að lokka Hunter til leitarmanna. 

Gengin var ströndin frá Stafnesi í átt að Sandgerði. Einnig var gengið meðfram flugvallargirðingunni á þeim kafla sem snýr að Hvalnesi. Skemmst er frá því að segja að ekki fannst Hunter en fram höfðu komið vísbendingar um að sést hefði til hans á þessum stöðum. Eigandi hundsins fylgdist með leitinni og kom á framfæri þakklæti til leitarfólks.

 

Ef að fólk verður Hunter vars er það beðiði að hafa samand við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800Lesa fęrslu

Leit ķ Fljótshlķš

 • Skrifaš: 14. jśnķ 2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:

Björgunarhundar voru ásamt sveitum af nánast öllu landinu kallaðir til leitar að konu sem týndist í Fljótshlíð. Vinkona konunnar fannst látin í Bleiksárgljúfri. Eftir margra daga leit hefur ekkert spurst til konunnar ennþá. Hlé hefur verið gert á leitinni þar sem engar vísbendingar hafa komið fram. Teymi Björgunarhundasveitarinnar verða þó áfram í viðbragðsstöðu ef einhverjar nýjar upplýsingar berast.

Myndin er af Golu í útkallinu.Lesa fęrslu

Hundur mįnašarins - Keano

 • Skrifaš: 24. maķ 2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:

Hundur mánaðarins að þessu sinni er hann Keano sem býr á Patreksfirði ásamt honum Jónasi. Gefum honum orðið :)

Keano er 5 ára gamall Border Collie frá Fremri-Gufudal í Reykhólasveit. Þegar ég valdi Keano voru aðeins tveir hvolpar eftir úr 10 hvolpa goti. Ég gerði nokkur próf á báðum hvolpunum sem eftir voru til að athuga hvor hentaði betur sem björgunarhundur. Í prófunum hékk Keano útí horni og vildi ekkert við mig tala á meðan hinn var hrókur alls fagnaðar og stóð sig eins og hetja. En það var bara eitthvað svo sætt og ljúft við þennan litla ræfilshvolp sem gerði það að verkum að ég varð að velja hann. Keano varð fyrir valinu þvert á allar ráðleggingar og gegn betri vitund en þetta er sennilega með betri ákvörðunum sem ég hef tekið um ævina því betri hund er vart hægt að hugsa sér. Hann er fljótur að læra, hvort sem ég er að kenna honum eða ekki og hann elskar að vera í bílnum. Ef hann fengi að ráða ættum við heima í húsbíl. Hann er þó ekki gallalaus því hann er mjög lofthræddur (fjallageitinni mér til mikilla ama) og höfum við glímt við marga stiga, tröppur og háa bíla í gegnum tíðina. Keano er með A gráðu í snjóflóðaleit og stefnum við á að ná C gráðu í víðavangsleit í sumar.

 

 

 

 Lesa fęrslu

Vel heppnušu sumarnįmskeiši lokiš

 • Skrifaš: 18. maķ 2014 /
 • Eftir: Įsgeir Eggertsson
 • / Athugasemdir:
Žįtttakendur į nįmskeišinu ķ Žjórsįrdal
Žįtttakendur į nįmskeišinu ķ Žjórsįrdal
1 af 5

Fyrsta sumarnámskeið BHSÍ var haldið í Þjórsárdalnum dagana 16. til 18. maí. 20 þátttakendur voru skráðir á námskeiðið og komu einnig sjálfboðaliðar sem léku týnda einstaklinga.

Þau Hafdís, Ingimundur og Nick voru leiðbeinendur á námskeiðinu. Var þátttakendum skipt í þrjá hópa eftir getu. Tveir hópar sem í voru lengra komin hundateymi skipulögðu verkefni fyrir hvorn annan. Í þriðja hópnum voru hundar sem voru að stíga sín fyrstu skref á leitarhundabrautinni.

Þrjú teymi tóku A endurmat á námskeiðinu; Hafdís og Breki, Nick og Skessa og Viðar og Tinni.

Björgunarhundasveitin naut gestrisni Landsvirkjunar á námskeiðinu og kann sveitin fyrirtækinu bestu þakkir fyrir stuðninginn. Einnig þökkum við sjálfboðaliðum sem tóku þátt.Lesa fęrslu
Eldri fęrslur