Hundur mįnašarins - Keano

 • Skrifaš: 24. maķ 2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:

Hundur mánaðarins að þessu sinni er hann Keano sem býr á Patreksfirði ásamt honum Jónasi. Gefum honum orðið :)

Keano er 5 ára gamall Border Collie frá Fremri-Gufudal í Reykhólasveit. Þegar ég valdi Keano voru aðeins tveir hvolpar eftir úr 10 hvolpa goti. Ég gerði nokkur próf á báðum hvolpunum sem eftir voru til að athuga hvor hentaði betur sem björgunarhundur. Í prófunum hékk Keano útí horni og vildi ekkert við mig tala á meðan hinn var hrókur alls fagnaðar og stóð sig eins og hetja. En það var bara eitthvað svo sætt og ljúft við þennan litla ræfilshvolp sem gerði það að verkum að ég varð að velja hann. Keano varð fyrir valinu þvert á allar ráðleggingar og gegn betri vitund en þetta er sennilega með betri ákvörðunum sem ég hef tekið um ævina því betri hund er vart hægt að hugsa sér. Hann er fljótur að læra, hvort sem ég er að kenna honum eða ekki og hann elskar að vera í bílnum. Ef hann fengi að ráða ættum við heima í húsbíl. Hann er þó ekki gallalaus því hann er mjög lofthræddur (fjallageitinni mér til mikilla ama) og höfum við glímt við marga stiga, tröppur og háa bíla í gegnum tíðina. Keano er með A gráðu í snjóflóðaleit og stefnum við á að ná C gráðu í víðavangsleit í sumar.

 

 

 

 Lesa fęrslu

Vel heppnušu sumarnįmskeiši lokiš

 • Skrifaš: 18. maķ 2014 /
 • Eftir: Įsgeir Eggertsson
 • / Athugasemdir:
Žįtttakendur į nįmskeišinu ķ Žjórsįrdal
Žįtttakendur į nįmskeišinu ķ Žjórsįrdal
1 af 5

Fyrsta sumarnámskeið BHSÍ var haldið í Þjórsárdalnum dagana 16. til 18. maí. 20 þátttakendur voru skráðir á námskeiðið og komu einnig sjálfboðaliðar sem léku týnda einstaklinga.

Þau Hafdís, Ingimundur og Nick voru leiðbeinendur á námskeiðinu. Var þátttakendum skipt í þrjá hópa eftir getu. Tveir hópar sem í voru lengra komin hundateymi skipulögðu verkefni fyrir hvorn annan. Í þriðja hópnum voru hundar sem voru að stíga sín fyrstu skref á leitarhundabrautinni.

Þrjú teymi tóku A endurmat á námskeiðinu; Hafdís og Breki, Nick og Skessa og Viðar og Tinni.

Björgunarhundasveitin naut gestrisni Landsvirkjunar á námskeiðinu og kann sveitin fyrirtækinu bestu þakkir fyrir stuðninginn. Einnig þökkum við sjálfboðaliðum sem tóku þátt.Lesa fęrslu

Hundur mįnašarins - Skutull

 • Skrifaš: 21. aprķl 2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:
1 af 3

Hundur mánaðarins að þessu sinni er hann Skutull hennar Ólínu okkar. Skutull er eins og margir af okkar vinnuhundum alger vinnuþjarkur og alltaf gaman þegar hann kemur hlaupandi til manns ! Hérna er það sem Ólína skrifaði um Skutul sinn.

Skutull er 6 ára border-collie frá Hanhóli í Bolungarvík. Mér var gefinn hann til björgunarfa þegar hann var 3ja mánaða gamall og þjálfun hans hófst rúmum mánuði síðar. Hann mætti á sitt fyrsta björgunarhundanámskeið á Gufuskálum aðeins 4ra mánaða og þá kom strax í ljós hversu efnilegur hann var. Skutull var aðeins tveggja ára gamall þegar hann fór á útkallslista með B-próf og ári síðar tók hann A-próf. Síðan hefur hann farið í á þriðja tug útkalla víðsvegar um land. Skutull er mjög duglegur hundur, vinnusamur og harður af sér í leit og svæðisvinnu. En hann er líka einstaklega blíður og gáfaður hundur, barngóður og hlýðinn. Hann elskar að leika sér, sérstaklega finnst honum gaman að elta bolta, og fær aldrei nóg af því. Hann er frábær félagi og vinur.Lesa fęrslu

Vetrarnįmskeiš

 • Skrifaš: 22. mars 2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:

Þessa dagana eru félagar okkar í Björgunarhundasveitinni á okkar árlega vetrarnámskeiði. Námskeiðið stendur alla vikuna og er æft stíft, en á þessu námskeiði eru öll próf sett upp fyrir þetta árið og þreytt af teymum. Hundarnir eru á öllum aldri og munu teymi þurfa að halda vel á spilunum til að standast próf en þau geta verið mjög erfið. Það sem hundunum er kennt er að hlaupa yfir svæði og lykta af snjónum og þegar hundurinn finnur lykt af einstakling á hann að grafa eða grafa og gelta til að láta vita að hann sé búinn að finna. Þegar hundurinn er svo búinn að grafa nóg einn og sér eða með aðstoð skóflumanns kemst hann ofaní holuna til hins "týnda" og fær verðlaun sem oftast eru leikföng eða "djúsí" nammi líkt og blóðmör, lyfrarpylsa, harðfiskur eða annað góðgæti :) 

En það er okkur sönn ánægja að kynna verndara BHSÍ en það er engin önnur en forsetafrúin okkar Dorrit og hundurinn þeirra hjóna hann Sámur. Forsetahjónin heiðruðu sveitina með nærveru sinni núna á vetrarnámskeiðinu og var Sámi kynnt fyrstu skrefin í að leita í snjó. Sámur stóð sig mjög vel og var fljótur að finna "mömmu" sína :) Um kvöldið var svo haldin hátíðarkvöldverður þar sem Dorrit tók formlega við verndara hlutverkinu og Sámur fékk gullmerki Björgunarhundasveitarinnar en það merki bera þeir hundar sem hafa staðist öll próf til þess að mega fara og sinna útköllum. Hann ber það nú um hálsin okkur og honum til heiðurs.

 

Við þökkum þeim enn og aftur kærlega fyrir komuna og kunnum við frú Dorrit og Sám bestu þakkir fyrir að taka að sér að vera verndarar Björgunarhundasveitar Íslands.

 Lesa fęrslu
Eldri fęrslur