Hundur mßna­arins - LÝf

 • Skrifa­: 23. nˇvemberá2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:
1 af 2

Hundur mánaðarins er að þessu sinni litla skellibjallan okkar hún Líf :) Svona lýsir Guðrún Katrín eigandi hennar henni :

Líf er þriggja ára Labrador tík. Hún var sérvalin úr lofandi goti frá mikilli vinnu og veiðihundaræktun, Kolkuós labrador á Akranesi og er einn gotbróðir hennar til dæmis sprengjuleitarhundur lögreglunnar. Líf er með A próf í víðavangs og snjóflóðaleit og B próf í rústaleit. Hún er annar tveggja útkallshunda Íslensku Alþjóðasveitarinnar svo við getum átt von á því með nær engum fyrirvara að vera kallaðar til landa þar sem jarðskjálfti hefur valdið miklum skemmdum.


Líf stendur undir nafni, er sérlega lífleg og lét hafa fyrir sér sem hvolpur en fjarlægðin gerir fjöllin blá og hún er orðin ósköp þægileg í dag þótt hún geti verið óttaleg brussa. Hún er mjög ör og uppátækjasöm og þarf sífellt að hafa eitthvað fyrir stafni. Eins og sönnum labrador sæmir vill hún helst alltaf halda á einhverju í kjaftinum og hún sleppir engu tækifæri til að sulla í vatni. Hún veit ekkert betra en að fara í langa göngu, hjóla eða gönguskíðaferð en gott úthald leitarhundanna okkar skiptir sköpum þegar leitir dragast á langinn.
 

 Lesa fŠrslu

Ůjˇnustuhundur ßrsins

 • Skrifa­: 11. nˇvemberá2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:

Á síðustu sýningu Hundaræktarfélags Íslands var verðlaunaður þjónustu hundur ársins. Að þessu sinni var það Skuggi okkar og Dóri sem hafa verið í sveitinni lengur en elstu menn muna - eða Dóri í það minnsta. Skuggi hefur starfað með okkur frá því að hann var kornungur og er frábær hundur. Það er alltaf gaman þegar Björgunarhundar fá viðurkenningu fyrir störf sín. Við óskum Skugga og Dóra til hamingju með þennan titil.Lesa fŠrslu

Ney­arkall bj÷rgunarsveitanna

 • Skrifa­: 8. nˇvemberá2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:

Þessa helgina eru björgunarsveitamenn í óða önn að selja Neyðarkallinn. Neyðarkallinn í ár er með fluglínutæki sem hefur bjargað þúsundum mannslífa. Við hvetjum alla til að versla í sinni heimabyggð og styrkja sína björgunarsveit. Okkar fólk og ferfætlingar láta sitt ekki eftir liggja og verða að selja alla helgina.

 

Meðfylgjandi mynd er af Guðrúnu Katrínu og Líf sem ætla að standa vaktina um helgina sem og aðra daga ársins!

Gleðilega neyðarkallahelgi öllsömul :)

 

 Lesa fŠrslu

┌tkall vi­ Lßtrabjarg

 • Skrifa­: 24. oktˇberá2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:

Félagar í Björgunarhundasveit Íslands voru kallaðir til leitar að þýskum ferðamanni þann 23.september sl.

Christian Mathias Markus er fæddur 11. október 1980. Síðast sást til hans þegar hann yfirgaf hótel í Breiðuvík, en bílaleigubíll hans fannst mannlaus á bílastæðinu við Látrabjarg þann 23. september og hófst leit þá um morguninn.

Björgunarsveitir hafa leitað að manninum frá 23. september en enn hefur leitin engan árangur borið. Leitarskilyrði voru mjög erfið en mjög hvasst var þegar fyrsta útkall kom.

Ekki er talið að hvarf Christians hafi borið að með saknæmum hætti. Ef einhver hefur orðið var við ferðir Christians frá 18. september sl. þá óskar lögreglan á Vestfjörðum eftir þeim upplýsingum í síma 450 3730 eða 112.

 Lesa fŠrslu
Eldri fŠrslur