Hundur mßna­arins - Breki

 • Skrifa­: 12. septemberá2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:
1 af 2

Hundur mánaðarins er að þessu sinni Breki sem hún Hafdís á. Breka er margt til lista lagt og þetta skrifar Hafdís um Breka sinn :)

 

Breki Bláskjársson er 6 ára Border Collie rakki. Hann kemur frá Hæl í Borgarfirði. Ég beið eftir þessu goti til að fá hund í björgunarstörf. Ég bað hana Hörpu, húsfrúna á Hæl að velja einn fyrir mig, sem hún og gerði, en bað mig að segja hvaða hvolp ég vildi þegar ég kom til að skoða krílin. Og Breki varð fyrir valinu hjá mér líka.  Þessi ofvirki, blíði hvolpur heillaði alla, en mikla vinnu þurfti að leggja í hann. 

Ásamt því að æfa víðavangsleit og snjófljóðaleit æfðum við hlutaleit, sem hefur komið að góðum notum. Breki fór á útkallslista 2 ára og hefur því verið á útkallslista í fjögur ár.  Hann er vinnusamur og duglegur. Betri félaga og vin get ég ekki hugsað mér.

 

 

 Lesa fŠrslu

Bj÷rgunarhundur Ý grunnskˇla !

 • Skrifa­: 4. septemberá2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:

Þann 3. september síðastliðinn fór Jónas Þrastarson félagi okkar í Björgunarhundasveitinni með hundinn sinn Keano í Grunnskólann að Reykhólum til að kynna hvernig björgunarhundar vinna.

Þessir öflugu krakkar eru í útivistarvalfagi í skólanum og var Jónas fengin til að sýni þeim alvöru björgunarhund.

Krakkarnir földu sig og Keano kom og fann þau og vakti þetta alltsaman mikla lukku. Eftir tímann spurði Jónas hversu margir ætluðu að eignast björgunarhund í framtíðinni og hópurinn kallaði einni samróma röddu "ÉG" ! :)

Frábært framtak hjá Reykhólaskóla og vonum við að við sjáum þessa flottu krakka í sveitinni með okkur eftir nokkur ár.Lesa fŠrslu

Tjaldnßmskei­ Ý Bjarkarlundi

 • Skrifa­: 4. septemberá2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:
1 af 2

Tjaldnámskeið Björgunarhundasveitarinnar var haldið í Bjarkarlundi að þessu sinni. Vel var mætt og höfðu menn á orði að betra svæði væri vart hægt að finna til leitaræfinga og almennrar útivistar ! Dæmi svo hver fyrir sig bara :)

Æft var stíft alla helgina að venju en dagskráin á þessum helgarnámskeiðunum er þétt þar sem að mikið er af hundum og fólki og gott er að hafa gott skipulag til að hlutirnir gangi sem best.

Á þessu námskeiði tóku allnokkrir próf, bæði C próf , A próf og A endurmöt en alltaf finnst manni jafn ánægjulegt þegar fólk tekur í fyrsta skipti B-próf en það veitir okkur ný teymi á útkallslistann okkar. Í þetta skipti tóku þau Andri og Lína B-próf. En alls í sumar hafa bæst við 4 ný teymi á útkallslistann okkar. Það eru ásamt Andra, Elín og Hnota, en Elín hefur þó verið í útköllum síðan árið fyrir lurk en Hnota er ung að árum og töluvert reynsluminni. Sandra og Atlas eru að stíga saman sín fyrstu skref og síðast en ekki síst Lukas og Benny sem eru líka að koma á útkallslistann okkar í fyrsta skipti.

Við óskum þessum teymum sérstaklega til hamingju með árangurinn og óskum þeim velfarnaðar í komandi útköllum.

 

 Lesa fŠrslu

Ăfing ß Su­urlandinu - nokkrar myndir

 • Skrifa­: 25. ßg˙stá2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:
1 af 4

Nokkrir félagar í Bhsí tóku æfingu í gær, sunnudaginn 24 ágúst. Fjölmennt var á æfingu en alls voru fjórtan manns og í heildina voru 11 hundar sem æfðu. Hundarnir eru á öllum stigum þjálfunarinnar, bókstaflega!  sá elsti 10 ára og yngsti 4 mánaða á sinni fyrstu æfingu.

Æfðum við rétt fyrir austan Hvolsvöll í ágætisveðri þó að sumarveðrið (rigningin ) hafi ekki látið sig vanta. Skemmtileg æfing í góðra vina hópi og alltaf ánægjulegt að sjá nýliða í hópnum. Takk fyrir æfinguna öllsömul :)

 

 Lesa fŠrslu
Eldri fŠrslur