Hundur mßna­arins - ┌lfur

 • Skrifa­: 7. ßg˙stá2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:

Hundur mánaðarins að þessu sinni er hann Úlfur sem hann Rolando á :) Þetta er það sem hann skrifar um kappann :)

 

Úlfur er 2 ára gamall Schaffer rakki frá Gunnarsholts-ræktun. Við áttum fyrir systur hans úr sama goti hana Ösku, en Úlfi hafði verið skilað tvisvar aftur til ræktanda vegna óviðráðanlegra aðstæðna eigendanna. Vinafólk okkar ætlaði svo að taka Úlf en hættu við og við höfðum hann hjá okkur í viku tíma og það var nóg til að binda það sterk bönd okkar á milli að erfitt var að skila honum aftur þannig að við fjölskyldan ákváðum að hjá okkur skildi hann vera áfram.
 
Hann sýndi strax að hann hefur mikla hæfileika og mikla getu til að verða góður leitarhundur, á aðeins þremur mánuðum náði hann mun betri árangri heldur en systir hans. Við sjáum svo sannarlega ekki eftir þeirri ákvörðun að hafa ákveðið að halda honum, hann er mjög barngóður og blíður og rólegur hér heima en varðhundaeðlið leynir sér þó ekki, hann lætur strax vita ef einhver er við dyrnar og það gera þau bæði systkynin. Hann er líka eðal herramaður og lætur systur sína stjórna og gerir það sem hún ætlast til af honum, hvort sem það er að láta henni eftir bælið eða leika þegar hún vill leika. Hann er byrjandi hjá BHSÍ en ég vonast til að hann komist í sitt fyrsta próf núna í sumar/haust og hef ég fulla trú á að það gangi vel.
 
 


Lesa fŠrslu

Anna­ sumarnßmskei­ BHS═

 • Skrifa­: 18. j˙lÝá2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:

Annað sumarnámskeið 2014 fór fram í Bláfjöllum dagana 20. til 22. júní á vegum BHSÍ. Þátttakendur á námskeiðinu voru 21, þar af 4 leiðbeinendur og 2 leiðbeinendanemar. Auk þeirra voru 3 aðrir gestir sem aðstoðuðu með því að liggja úti.

Æft var og tekin próf í 2 hópum á 6 svæðum. Annar hópur var aðallega fyrir teymi sem hófu þjálfun á árinu og binda menn vonir við að þau ljúki öll C-prófi í víðavangsleit í haust. Hinn hópurinn var aðallega fyrir teymi sem eru að leita nokkuð stór svæði, upp undir ferkílómetra í senn, og hjálpuðust allir að við að liggja úti, dæma leit og leita svæði. Þoka var á efri svæðum og komu GPS tæki að góðu gagni.

Fjögur teymi stóðust B-próf: Elín og Hnota, Jóhanna og Morris, Lúkas og Benny og Sandra og Atlas Fjögur teymi stóðust A-endurmat: Eyþór og Bylur, Halldór og Skuggi, Kristinn og Tása og Snorri og Kolur

Við óskum þessum teymum til haminjgu með árangurinn.

Félagar í Bhsí eru í fríi frá námskeiðum núna í júlí en næsta sumarnámskeið verður haldið á Vestfjörðum helgina 15. ágúst. Það námskeið verður auglýst nánar síðar.Lesa fŠrslu

Bj÷rgunarhundar leita a­ třndum hundi

 • Skrifa­: 18. j˙nÝá2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:

Beðið var um hunda til þess að fara á svæðið þar sem border collie hundurinn Hunter týndist. Gera átti tilraun til þess að nota hunda til að lokka Hunter til leitarmanna. 

Gengin var ströndin frá Stafnesi í átt að Sandgerði. Einnig var gengið meðfram flugvallargirðingunni á þeim kafla sem snýr að Hvalnesi. Skemmst er frá því að segja að ekki fannst Hunter en fram höfðu komið vísbendingar um að sést hefði til hans á þessum stöðum. Eigandi hundsins fylgdist með leitinni og kom á framfæri þakklæti til leitarfólks.

 

Ef að fólk verður Hunter vars er það beðiði að hafa samand við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800Lesa fŠrslu

Leit Ý FljˇtshlÝ­

 • Skrifa­: 14. j˙nÝá2014 /
 • Eftir:
 • / Athugasemdir:

Björgunarhundar voru ásamt sveitum af nánast öllu landinu kallaðir til leitar að konu sem týndist í Fljótshlíð. Vinkona konunnar fannst látin í Bleiksárgljúfri. Eftir margra daga leit hefur ekkert spurst til konunnar ennþá. Hlé hefur verið gert á leitinni þar sem engar vísbendingar hafa komið fram. Teymi Björgunarhundasveitarinnar verða þó áfram í viðbragðsstöðu ef einhverjar nýjar upplýsingar berast.

Myndin er af Golu í útkallinu.Lesa fŠrslu
Eldri fŠrslur