Vilt ■˙ taka ■ßtt Ý starfi BHS═?

BHSÍ býður nýja félaga velkomna í hópinn með eða án hunds

Hvernig er best að byrja?

Aðeins er til eitt svar við þessari spurningu. Best er að koma til okkar á æfingu og fylgjast með því hvernig starfið fer fram. Hundurinn þinn getur einnig fengið að prófa nokkrar æfingar. Æfingadagskráin er birt á forsíðu vefsins okkar www.bhsi.is. Við erum með hópa starfandi á höfuðborgarsvæðinu, Vestfjörðum og Suðurlandi. Ef spurningar vakna um þjálfunina er þér velkomið að hafa samband við tengilið okkar fyrir nýliða:


Æfingar Suðvestanlands eru haldnar á sunnudögum og einnig á miðvikudagskvöldum yfir sumartímann. Á veturna er æft á sunnudögum en þá er æfð snjóflóðaleit þegar aðstæður leyfa. Æfingar í öðrum landshlutum eru yfirleitt á sama tíma en mismunandi fyrirkomulag getur verið á boðun.

Hvert sumar eru haldin fjögur námskeið sem standa yfir í þrjá daga í senn. Einnig er fimm daga námskeið haldið einu sinni að vetri til. Á námskeiðum gefst tími til ítarlegri þjálfunar og á þeim eru tekin próf. Best er að byrja með því að mæta nokkrum sinnum með hund á æfingar og koma svo á námskeið þegar ákvörðun um áframhaldandi þátttöku hefur verið tekin.

Við höfum tekið saman eitt og annað um þjálfun björgunar- og leitarhunda sem er gott að vita. Á næstu síðum má finna ýmsan fróðleik sem gott er að renna yfir. 

Lesa meira:
Hvaða hunda er best að þjálfa? >>